Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:30 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangar eru fluttir nokkrum sinnum á ári á spítala vegna gruns um ofnotkun vímuefna. Í nánast hverri viku koma upp mál þar sem fangaverðir leggja hald á lyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í svari frá Fangelsismálastofnun um umfang vímuefnanotkunar í fangelsum. Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar. Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar.
Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira