Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Manuela Ósk vill opna umræðuna um ósýnileg veikindi. „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“ Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“
Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira