Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 10:36 Forsíða skýrslu hóps sérfræðinga sem lögmenn Lucy Letby kynntu í febrúar. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25
Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42