„Þetta er ekkert líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. júní 2025 19:32 Patrik Ingi Heiðarsson segir líf sitt vera í biðstöðu en hann hefur verið á Grensásdeild Landspítalans í tæpt ár. Vísir/Sigurjón Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á." Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á."
Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira