„Þetta er ekkert líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. júní 2025 19:32 Patrik Ingi Heiðarsson segir líf sitt vera í biðstöðu en hann hefur verið á Grensásdeild Landspítalans í tæpt ár. Vísir/Sigurjón Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á." Heilbrigðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á."
Heilbrigðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent