Kalli Snæ biðst afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 23:37 Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56
Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19