Kalli Snæ biðst afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 23:37 Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56
Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent