Þýskaland Þrír alvarlega særðir eftir stunguárás um borð í hraðlest Þrír eru alvarlega særðir eftir hnífaárás sem átti sér stað um borð í hraðlest í Þýskalandi. Lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 27 ára sýrlenskan mann. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. Erlent 6.11.2021 18:11 „Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. Erlent 5.11.2021 18:01 Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fimm barna sinna Dómstóll í Wuppertal í Þýskalandi dæmdi í dag 28 ára konu í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað fimm börnum sínum í borginni Solingen í Norðurrín-Vestfalíu í september á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi á síðasta ári. Erlent 4.11.2021 12:30 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýskalandi Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins. Erlent 4.11.2021 10:23 Heimsleiðtogar uggandi yfir kjarnorkuáætlun Írana Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og Frakklands segjast hafa miklar og stígvaxandi áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írans. Leiðtogarnir ræddu málið á G20 fundinum í Róm í dag. Erlent 30.10.2021 23:26 Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Erlent 29.10.2021 16:50 Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Erlent 28.10.2021 10:29 Fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta Þýskalands í 23 ár Þýska þingið samþykkti í dag að Jafnaðarmaðurinn Bärbel Bas taki við embætti þingforseta. Hin 53 ára Bas tekur við embættinu af kristilega demókratanum og fjármálaráðherranum fyrrverandi, hinum 79 ára Wolfgang Schäuble. Erlent 26.10.2021 14:01 Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Erlent 24.10.2021 19:56 Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Erlent 18.10.2021 08:23 Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SPD), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. Erlent 15.10.2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. Erlent 13.10.2021 10:29 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Erlent 9.10.2021 09:03 Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. Erlent 7.10.2021 08:39 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun ósamhverfra lífrænna efnahvata Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis). Erlent 6.10.2021 10:00 Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. Erlent 6.10.2021 08:57 Göbbels reyndist enn heiðursborgari Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler. Erlent 6.10.2021 06:30 Fá Nóbelinn í eðlisfræði fyrir loftslagsrannsóknir Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hafa fengið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar. Erlent 5.10.2021 09:58 Siggi nýnasisti látinn Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Erlent 4.10.2021 13:01 Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 30.9.2021 11:12 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. Erlent 29.9.2021 11:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. Erlent 28.9.2021 07:01 Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Erlent 27.9.2021 20:03 Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Erlent 27.9.2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Erlent 24.9.2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. Viðskipti erlent 24.9.2021 15:48 Dregur saman á milli stóru flokkanna rétt fyrir kosningarnar í Þýskalandi Aðeins fjórum prósentustigum munar nú á fylgi jafnaðarmanna og Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, þremur dögum fyrir sambandsþingkosningar í Þýskalandi. Dregið hefur saman með flokkunum á lokametrum kosningabaráttunnar. Erlent 23.9.2021 11:39 Skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin um að bera grímu Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins. Erlent 21.9.2021 13:44 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. Erlent 15.9.2021 08:20 Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Erlent 9.9.2021 15:17 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 38 ›
Þrír alvarlega særðir eftir stunguárás um borð í hraðlest Þrír eru alvarlega særðir eftir hnífaárás sem átti sér stað um borð í hraðlest í Þýskalandi. Lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 27 ára sýrlenskan mann. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. Erlent 6.11.2021 18:11
„Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. Erlent 5.11.2021 18:01
Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fimm barna sinna Dómstóll í Wuppertal í Þýskalandi dæmdi í dag 28 ára konu í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað fimm börnum sínum í borginni Solingen í Norðurrín-Vestfalíu í september á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi á síðasta ári. Erlent 4.11.2021 12:30
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýskalandi Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins. Erlent 4.11.2021 10:23
Heimsleiðtogar uggandi yfir kjarnorkuáætlun Írana Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og Frakklands segjast hafa miklar og stígvaxandi áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írans. Leiðtogarnir ræddu málið á G20 fundinum í Róm í dag. Erlent 30.10.2021 23:26
Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Erlent 29.10.2021 16:50
Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Erlent 28.10.2021 10:29
Fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta Þýskalands í 23 ár Þýska þingið samþykkti í dag að Jafnaðarmaðurinn Bärbel Bas taki við embætti þingforseta. Hin 53 ára Bas tekur við embættinu af kristilega demókratanum og fjármálaráðherranum fyrrverandi, hinum 79 ára Wolfgang Schäuble. Erlent 26.10.2021 14:01
Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Erlent 24.10.2021 19:56
Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Erlent 18.10.2021 08:23
Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SPD), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. Erlent 15.10.2021 11:44
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. Erlent 13.10.2021 10:29
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Erlent 9.10.2021 09:03
Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. Erlent 7.10.2021 08:39
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun ósamhverfra lífrænna efnahvata Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis). Erlent 6.10.2021 10:00
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. Erlent 6.10.2021 08:57
Göbbels reyndist enn heiðursborgari Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler. Erlent 6.10.2021 06:30
Fá Nóbelinn í eðlisfræði fyrir loftslagsrannsóknir Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hafa fengið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar. Erlent 5.10.2021 09:58
Siggi nýnasisti látinn Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Erlent 4.10.2021 13:01
Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 30.9.2021 11:12
Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. Erlent 29.9.2021 11:29
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. Erlent 28.9.2021 07:01
Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Erlent 27.9.2021 20:03
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Erlent 27.9.2021 06:47
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Erlent 24.9.2021 23:46
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. Viðskipti erlent 24.9.2021 15:48
Dregur saman á milli stóru flokkanna rétt fyrir kosningarnar í Þýskalandi Aðeins fjórum prósentustigum munar nú á fylgi jafnaðarmanna og Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, þremur dögum fyrir sambandsþingkosningar í Þýskalandi. Dregið hefur saman með flokkunum á lokametrum kosningabaráttunnar. Erlent 23.9.2021 11:39
Skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin um að bera grímu Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins. Erlent 21.9.2021 13:44
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. Erlent 15.9.2021 08:20
Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Erlent 9.9.2021 15:17