Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2022 11:40 Íbúar í Kramatorsk fá mataraðstoð í gær. Rússar hafa náð að lama um þriðjug af raforkuframleiðslu Úkraínu með sprengjuárásum á innviði landsins undanfarna daga. AP/Andriy Andriyenko Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52