Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2022 11:40 Íbúar í Kramatorsk fá mataraðstoð í gær. Rússar hafa náð að lama um þriðjug af raforkuframleiðslu Úkraínu með sprengjuárásum á innviði landsins undanfarna daga. AP/Andriy Andriyenko Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52