Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 08:40 Rainer Schaller stofnaði líkamsræktarstöðvakeðjuna McFit árið 1997. EPA Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur. Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur.
Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38