Gasið flæðir um gasleiðslu sem liggur um franska landamærabæinn Obergailbach. Í byrjun nemur flæðið um 41 gígavattstund á degi hverjum að því er fram kemur á fréttavef BBC. Hámarksflæðið um leiðsluna er um hundrað gígavattstundir.
Magnið sem Frakklands sendir yfir til nágranna sinna um leiðsluna nemur þó aðeins um tvö prósent af daglegri gasþörf Þjóðverja. Engu að síður eru Þjóðverjir fegnir því að hafa tryggt sér aukinn fjölbreytileika þegar kemur að gasframboði.
Þjóðverjir hafa verið sem kunnugt er verið mjög háðir rússnesku gasi undanfarin ár. Það þykir þó ekki lengur ganga upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa fullnægt um 55 prósent af gasþörf sinni með viðskiptum við Rússa. Sú tala er komin niður í prósent en áætlað er að koma þeirri tölu niður í núll prósent.
Þjóðverjar og Frakkar undirrituðu samstarfssamning í síðasta mánuðu í orkumálum. Samningurinn felur í sér að Þjóðverjar skuldbinda sig að senda rafmagn til Frakklands þegar þörf krefur. Á móti senda Frakkar gas til Þýskalands.
Frakkar eru ekki jafn háðir Rússum og Þjóðverjar þegar kemur að gasi. Megnið af orkuþörf Frakka er fullnægt með norskri orku og eigin birgðum af gasi.