Skipulag

Fréttamynd

Ó­tryggt að­gengi á Veðurstofureit

Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“.

Skoðun
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Skipar samninga­t­eymi um upp­byggingu Víkings á Markarsvæði

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á lokametrunum

Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust.

Innlent
Fréttamynd

Tvö fjöl­býlis­hús í stað bensín­stöðvar á Háa­leitis­braut

Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar er ekki vanda­málið

Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika.

Skoðun
Fréttamynd

Þrengt að þjóðarleikvanginum

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­ráð Voga vill gera ráð fyrir flug­velli í Hvassahrauni

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogur fram­tíðar verður til

Borgarbúum þykir vænt um hverfið sitt, þar sem stór hluti lífsins fer fram, fjölskyldan vex og dafnar. Snerting við nágranna í sundlauginni, í búðinni og á göngustígunum. Hluti íbúa í Grafavogi hefur verið sýnilegur í umræðunni um hverfið að undanförnu. Vilja ekki byggja inn á við, vilja ekki „gettó“ í Grafarvog, vilja ekki fleira fólk í hverfið, vilja ekki stærri og sterkari Grafarvog.

Skoðun
Fréttamynd

Gamla Reykja­víkur­höfn - Vestur­bugt – á­kall um nýtt skipu­lag

Á árunum 1880-1881 var Alþingishúsið reist við Austurvöll í Reykjavík. Húsið, sem var gert eftir uppdrætti danska arkitektsins Ferdinand Meldahl, sem var forstöðumaður Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn, var byggt úr höggnum grásteini sem aðallega var tekinn neðarlega í Skólavörðuholti, úr svokölluðum Kvíum þar sem nú er norðurendi Óðinsgötu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir stefna í menningar­slys á Birkimel

Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Þar sem fegurðin ríkir ein

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“

Skoðun
Fréttamynd

Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­stæðið rifið upp með rótum

Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. 

Innlent