Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Tími til kominn að gefa þessari perlu Reykjavíkur nýtt líf Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Þá fyllist Viðeyjarferjan og eyjan iðar af lífi í nokkrar klukkustundir, en svo dettur hún aftur í kyrrð og einsemd. Aðrir gestir koma þangað yfir sumartímann, en ferjusiglingar eru háðar veðri og árstíðum og gera reglulega heimsókn að áskorun. Það er í raun sorglegt að sjá hve lítið Viðey er nýtt miðað við hvað hún hefur upp á að bjóða.Þessi staður, sem er aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, gæti verið eitt besta útivistarsvæði landsins (Central Park okkar Reykvíkinga) ef aðgengi væri tryggt allt árið um kring. Viðey verður aldrei byggingarland en hún getur orðið lífandi útivistasvæði Enginn vill sjá Viðey byggða. Saga eyjunnar, náttúran og andrúmsloftið eru hluti af Reykjavík. Hún þarf ekki að liggja ónotuð.Ef Sundabraut yrði lögð með viðkomu í Viðey gæti það breytt öllu. Með slíku mannvirki yrði eyjan loksins aðgengileg allan ársins hring, án þess að náttúrunni væri fórnað. Golf í Viðey samfélagsleg og vistvæn framtíðarsýn Golf er íþrótt sem sameinar hreyfingu, náttúru og samveru.Á Íslandi eru nú tugir þúsunda skráðra kylfingar og mikill fjöldi óskráðra, og fjöldinn eykst ár frá ári. Þúsundir borgarbúa eru á biðlistum eftir aðild að golfklúbbum. Það segir sitt um eftirspurnina eftir útivist og íþrótt sem höfðar til fólks á öllum aldri. Viðey býður upp á fullkomnar aðstæður til að skapa golfvöll sem væri einstakur í heiminum þar sem landslag, náttúra og saga myndu mætast í friðsamlegri sátt.Viðeyjarstofa gæti fengið nýtt hlutverk sem golfskáli og menningarhús í senn. Þar mætti bjóða upp á veitingar, sýningar og viðburði fyrir gesti, hvort sem þeir spila golf eða ekki. Golfvellir hafa sýnt að þeir geta lifað í sátt við náttúruna. Á Nesvelli á Seltjarnarnesi verpir krían og annað fuglalíf þrífst í nágrenni kylfinga um allt land. Þar hafa fuglar fundið sér skjólsælan stað í nærveru fólks.Þetta er góð áminning um að golf og náttúra geta farið hönd í hönd ef rétt er staðið að skipulagi. Hjólreiðar, gönguleiðir og fjölþætt útivist Golfið væri aðeins hluti af stærri framtíðarsýn.Viðey gæti orðið miðstöð gönguferða, hjólreiða og útivitarstaður þar sem borgarbúar og ferðamenn gætu notið kyrrðar, hreyfingar og náttúru, allt í hjarta borgarinnar. Tækifæri sem má ekki glata Ef stjórnvöld í Reykjavík sýndu framsýni gæti Viðey orðið ein helsta stolt borgarinnar og dæmi um hvernig náttúra, íþróttir, saga og nútímahugmyndir geta sameinast.Sundabraut með viðkomu í Viðey væri fyrsta skrefið að því að gefa þessari perlu nýtt líf, án þess að spilla því sem gerir hana einstaka. Viðey á skilið annað hlutskipti en að vera gleymd eyja sem sést aðeins úr fjarlægð.Tími er kominn til að tengja hana við líf borgarinnar í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er framkvæmdarstjóri Lionfish og áhugamaður um golf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golfvellir Reykjavík Sundabraut Skipulag Viðey Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Tími til kominn að gefa þessari perlu Reykjavíkur nýtt líf Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Þá fyllist Viðeyjarferjan og eyjan iðar af lífi í nokkrar klukkustundir, en svo dettur hún aftur í kyrrð og einsemd. Aðrir gestir koma þangað yfir sumartímann, en ferjusiglingar eru háðar veðri og árstíðum og gera reglulega heimsókn að áskorun. Það er í raun sorglegt að sjá hve lítið Viðey er nýtt miðað við hvað hún hefur upp á að bjóða.Þessi staður, sem er aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, gæti verið eitt besta útivistarsvæði landsins (Central Park okkar Reykvíkinga) ef aðgengi væri tryggt allt árið um kring. Viðey verður aldrei byggingarland en hún getur orðið lífandi útivistasvæði Enginn vill sjá Viðey byggða. Saga eyjunnar, náttúran og andrúmsloftið eru hluti af Reykjavík. Hún þarf ekki að liggja ónotuð.Ef Sundabraut yrði lögð með viðkomu í Viðey gæti það breytt öllu. Með slíku mannvirki yrði eyjan loksins aðgengileg allan ársins hring, án þess að náttúrunni væri fórnað. Golf í Viðey samfélagsleg og vistvæn framtíðarsýn Golf er íþrótt sem sameinar hreyfingu, náttúru og samveru.Á Íslandi eru nú tugir þúsunda skráðra kylfingar og mikill fjöldi óskráðra, og fjöldinn eykst ár frá ári. Þúsundir borgarbúa eru á biðlistum eftir aðild að golfklúbbum. Það segir sitt um eftirspurnina eftir útivist og íþrótt sem höfðar til fólks á öllum aldri. Viðey býður upp á fullkomnar aðstæður til að skapa golfvöll sem væri einstakur í heiminum þar sem landslag, náttúra og saga myndu mætast í friðsamlegri sátt.Viðeyjarstofa gæti fengið nýtt hlutverk sem golfskáli og menningarhús í senn. Þar mætti bjóða upp á veitingar, sýningar og viðburði fyrir gesti, hvort sem þeir spila golf eða ekki. Golfvellir hafa sýnt að þeir geta lifað í sátt við náttúruna. Á Nesvelli á Seltjarnarnesi verpir krían og annað fuglalíf þrífst í nágrenni kylfinga um allt land. Þar hafa fuglar fundið sér skjólsælan stað í nærveru fólks.Þetta er góð áminning um að golf og náttúra geta farið hönd í hönd ef rétt er staðið að skipulagi. Hjólreiðar, gönguleiðir og fjölþætt útivist Golfið væri aðeins hluti af stærri framtíðarsýn.Viðey gæti orðið miðstöð gönguferða, hjólreiða og útivitarstaður þar sem borgarbúar og ferðamenn gætu notið kyrrðar, hreyfingar og náttúru, allt í hjarta borgarinnar. Tækifæri sem má ekki glata Ef stjórnvöld í Reykjavík sýndu framsýni gæti Viðey orðið ein helsta stolt borgarinnar og dæmi um hvernig náttúra, íþróttir, saga og nútímahugmyndir geta sameinast.Sundabraut með viðkomu í Viðey væri fyrsta skrefið að því að gefa þessari perlu nýtt líf, án þess að spilla því sem gerir hana einstaka. Viðey á skilið annað hlutskipti en að vera gleymd eyja sem sést aðeins úr fjarlægð.Tími er kominn til að tengja hana við líf borgarinnar í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er framkvæmdarstjóri Lionfish og áhugamaður um golf.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun