Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2025 18:01 Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Róbert Ragnarsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar