Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Hefur viku til að stefna blaðamanni

Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Liggur ekki á að setja skóna upp í hillu

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, spilaði sinn 300. leik í efstu deild gegn Stjörnunni. Hann segist ekki vera byrjaður að líta í baksýnisspegilinn yfir ferilinn sem spannar hartnær tvo áratugi. Hann er þó stoltur að vera á lista yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu

Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Mér finnst

Mér finnst stjórnmálamenn alltof ragir við að segja hluti sem gætu móðgað aðra. Mér finnst fólk reyndar vera alltof móðgunargjarnt, almennt séð.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut.

Skoðun
Fréttamynd

Skref í sjálfbærri þróun í mannvirkjagerð

Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað höfum við gert?

Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti.

Skoðun
Fréttamynd

Þrettán ára þráhyggja

Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum.

Skoðun
Fréttamynd

Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar 

Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans

Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt.

Erlent
Fréttamynd

Sunnlensk hross dópuð af kannabis

Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur.

Innlent
Fréttamynd

Stígi varlega til jarðar varðandi Uber

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar.

Innlent
Fréttamynd

Vill fá að setja upp skilti

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, og sambýliskona hans, Svava Ingimarsdóttir, eru ósátt við að fá ekki að setja upp auglýsingaskilti nálægt sundlauginni á Hofsósi.

Innlent
Fréttamynd

Röð tilviljana leiddi mig í starfið

Sundþjálfarinn Ragnheiður Runólfsdóttir hefur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og yfirgefa Akureyri þar sem hún hefur verið yfirþjálfari hjá sundfélaginu Óðni síðustu átta árin. Ragnheiður hefur ráðið sig sem yfirþjálfara hjá sænska liðinu SO2 sem hefur aðsetur í Gautaborg.

Sport
Fréttamynd

Ekkert verður til af engu

Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnmál og asnaskapur

Eitt helsta einkenni, og jafnframt það bagalegasta, á stjórnmálum okkar daga er þetta: Ef þú ert nógu mikill rugludallur og helst dóni líka sem skeytir engu um sannleika eða rök, geturðu verið nokkuð viss um að þú eigir góðan sjens á að ná í um það bil 20% fylgi í kosningum, jafnvel meira.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrr og síðar

Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi.

Skoðun