Umhverfisstofnun segir mikilvægt að lofta vel um nýjar dýnur Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 07:00 Gott er að lofta vel um nýjar dýnur. Nordicphotos/Getty Mikilvægt er að lofta vel út úr svefnherberginu þegar ný rúmdýna er tekin í notkun til koma í veg fyrir óþægindi af völdum rokgjarnra efna. Þetta segir teymisstjóri efnamála hjá Umhverfisstofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku eyddi Þórdís Jóhannsdóttir Wathne stórum hluta síðasta vetrar í veikindum en í vor beindist grunur hennar að dýnunni sem hún svaf á. Ekki liggur fyrir hvort dýnan var í raun sökudólgurinn en veikindi Þórdísar heyra sögunni til nú þegar dýnan er horfin af heimilinu. „Það sem neytendur geta gert er að lofta vel um dýnurnar þegar þær eru keyptar,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri á Umhverfisstofnun. „Þetta eru efni sem losna úr dýnunum og berast inn í líkamann í gegnum öndunarfæri og húð. Við segjum að þau séu rokgjörn og þau losna smátt og smátt úr dýnunum, en hraðast fyrst. Því er mikilvægt að lofta reglulega vel út úr svefnherberginu og sérstaklega fyrst eftir að dýnur eru teknar í notkun.“ Þessi mál einskorðast ekki við Ísland. „Við erum í norrænu samstarfi, þar sem Finnar hafa meðal annars verið að vinna í þessu. Þeir eru þó ekki að efnagreina þessar dýnur, það er bæði mjög kostnaðarsamt og ekki talið líklegt til að leysa vandann,“ segir Björn. Áhersla sé lögð á að leiðbeina neytendum en auk þess að vinna með dýnuframleiðendum að draga úr innihaldi þeirra efna sem grunuð eru um að valda einkennunum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Mikilvægt er að lofta vel út úr svefnherberginu þegar ný rúmdýna er tekin í notkun til koma í veg fyrir óþægindi af völdum rokgjarnra efna. Þetta segir teymisstjóri efnamála hjá Umhverfisstofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku eyddi Þórdís Jóhannsdóttir Wathne stórum hluta síðasta vetrar í veikindum en í vor beindist grunur hennar að dýnunni sem hún svaf á. Ekki liggur fyrir hvort dýnan var í raun sökudólgurinn en veikindi Þórdísar heyra sögunni til nú þegar dýnan er horfin af heimilinu. „Það sem neytendur geta gert er að lofta vel um dýnurnar þegar þær eru keyptar,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri á Umhverfisstofnun. „Þetta eru efni sem losna úr dýnunum og berast inn í líkamann í gegnum öndunarfæri og húð. Við segjum að þau séu rokgjörn og þau losna smátt og smátt úr dýnunum, en hraðast fyrst. Því er mikilvægt að lofta reglulega vel út úr svefnherberginu og sérstaklega fyrst eftir að dýnur eru teknar í notkun.“ Þessi mál einskorðast ekki við Ísland. „Við erum í norrænu samstarfi, þar sem Finnar hafa meðal annars verið að vinna í þessu. Þeir eru þó ekki að efnagreina þessar dýnur, það er bæði mjög kostnaðarsamt og ekki talið líklegt til að leysa vandann,“ segir Björn. Áhersla sé lögð á að leiðbeina neytendum en auk þess að vinna með dýnuframleiðendum að draga úr innihaldi þeirra efna sem grunuð eru um að valda einkennunum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Reif upp parket í leit að rót veikindanna Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi allan síðasta vetur. Hún var búin að leita til fjölda lækna og reif upp parket á heimili sínu í leit að myglu. Veikindin hurfu loks þegar hún losaði sig við dýnuna úr rúminu. 18. júlí 2019 06:00