Hvað höfum við gert? Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun