Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Uppskerutímabil útiræktaðs grænmetis á Íslandi er fremur stutt. Fréttablaðið/Hari Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira