Opið bréf til heilbrigðisráðherra Reynir Guðmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar