Hefur viku til að stefna blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 24. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira