
Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag?
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga.