Klám, kyrkingar og kynlíf Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og María Hjálmtýsdóttir skrifa 26. janúar 2022 15:00 Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Klám Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun