Klám, kyrkingar og kynlíf Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og María Hjálmtýsdóttir skrifa 26. janúar 2022 15:00 Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Klám Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun