Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Margrét Nilsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:30 Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Klám Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun