Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Margrét Nilsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:30 Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Klám Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. Á þessum árum viðum við því að okkur þekkingu héðan og þaðan og erum auðvitað misjafnlega gagnrýnin og raunsæ í þekkingaöflun okkar. Allskonar nýjar kenndir kvikna og við fikrum okkur áfram við að kanna þær, ýmist ein eða með öðrum. Flest verðum við forvitin um kynlíf og mörg upplifa allt í einu mjög sterkar kynferðislegar langanir. Þessar langanir snúast oftast um þrá eftir kynferðislegri tengingu við aðra og svo auðvitað um beina líkamlega örvun og nautnina sem fylgir fullnægingu. Við höfum afar takmarkaða stjórn á eigin löngunum og þrám. Sum okkar komast að því að af einhverjum óþekktum ástæðum snúast okkar langanir um annað en þetta algengasta, við löðumst hugsanlega að fólki af sama kyni en ekki gagnstæðu, eða viljum tengjast því í gegnum aðrar athafnir en bara kossa og ljúfar gælur. Mögulega örvumst við kynferðislega við vissa tegund sársauka eða hugsanir um að valda öðrum sársauka eða jafnvel eitthvað allt annað og ennþá furðulegra. Kynverund okkar er að koma í ljós og þó að þetta sé vissulega erfiður tími fyrir öll, þá eru þau okkar sem ekki passa í algengustu kassana í enn erfiðari stöðu. Við höfum fáar eða engar æskilegar fyrirmyndir til að máta okkur við og óttumst því að við séum of afbrigðileg og enginn muni nokkurn tíma meðtaka okkur eins og við erum. Samfélagið hefur á hverjum tíma reynt ýmsar leiðir til að hafa stjórn á kynhegðun ungmenna og sjá til þess að þau fari sér ekki að voða eða komi sér í vandræði. Það má sennilega deila um hversu skynsamlegar þær leiðir hafa verið í gegnum tíðina en það má teljast fullvíst að fólk hefur alltaf meint vel, við viljum jú öll að börnin okkar komist til fullorðinsára eins heilsteypt og sterk eins og þau hafa efni til. Þetta hefur alltaf verið vandasamt samfélagsverkefni en sennilega aldrei eins flókið og nú, þegar hvert og eitt okkar hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu magni upplýsinga. Þetta er alveg nýr veruleiki sem við erum enn að átta okkur á en við vitum að internetið er fullt af viðbjóði, til dæmis ofbeldisefni og klámi, og við vitum að unglingar hafa greiðan aðgang að slíku efni. Hvað er þá til ráða? Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það. Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra? Umræðan um klám og þá skökku mynd sem þar birtist af kynlífi er brýn og verður að halda á lofti. Klám er framleitt í þeim tilgangi einum að örva áhorfandann kynferðislega og þar sem það reiðir sig algjörlega á sjónræna skynjun verður það sem fram fer að vera ýkt og umfram allt sjónrænt áhugavert. Klám sýnir aldrei innileika eða nánd og oftast er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta eru staðreyndir sem börnin okkar þurfa að vita og við sem samfélag berum ábyrgð á að kenna þeim. Á sama hátt og þau þurfa að læra að í raunveruleikanum er ekki í lagi að rota fólk þó að slíkt sé iðulega gert í hasarmyndum, þurfa þau að læra að það sem þau sjá í klámi á lítið skylt við raunverulegt kynlíf. Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms. BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi. Kynfræðsla á ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og við viljum að þau stundi kynlíf, heldur að kenna þeim að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er. Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennri gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel. Höfundur er meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun