Skólasund verður valfag Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 14:00 Árbæjarskóli býr svo vel að hafa eigin laug, þar sem nemendur allt upp í 10. bekk synda fram og til baka eins og námskrá býður. En um árabil hefur áttundu og níundu bekkingum boðist að taka hæfnisprófið fyrir 10. bekk, og klára þannig fyrr. Þá er farið í aðrar íþróttavalgreinar í staðinn, og þetta vill borgin nú bjóða öllum grunnskólanemum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu.
Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09