Hverjum má fórna? Agnar Már Másson skrifar 29. janúar 2022 21:01 Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun