Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Breytum um kúrs

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir

Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfleikur

Í dag eru liðin slétt tvö ár frá Alþingiskosningum. Í þeim vann Framsókn frækinn kosningasigur sem skilaði flokknum 13 þingmönnum og tryggði áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks. Á þeim sex árum sem liðin eru hefur mikið mætt á íslensku samfélagi en um leið hefur mikið áunnist.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með sjálf­töku og spillingu

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.

Skoðun
Fréttamynd

Stór orð en ekkert fjár­magn

Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn.

Skoðun
Fréttamynd

80 dauðs­föll á þessu ári

Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil upp­bygging leik­skóla í Reykja­vík

Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magnað sam­band skemmti­ferða­skipa

Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Heilinn á konum er helmingi minni

Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi sjúklinga og aðkoma þeirra

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients).

Skoðun
Fréttamynd

Flokkun úr­gangs við heimili gengur vonum framar!

Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlögin afhjúpa þau

Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau.

Skoðun
Fréttamynd

Gulur septem­ber - Al­þjóða­dagur sjálfs­vígs­for­varna

Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­leikurinn sagna bestur, Björg­vin

Það er afar einfalt að svara grein þinni Björgvin og alvarlegum ásökunum þínum í minn garð. Þú fullyrðir í grein þinni að hafa ekki undir nokkrum kringumstæðum átt þátt að þeim málum, né var þér kunnugt um þau.

Skoðun
Fréttamynd

Göngum ekki frá ó­kláruðu verki

Flest okkar þurfa að koma og fara enda vilja sennilega fæst okkar vera alveg föst á sama stað. Í það minnsta þurfum við að eiga þess kost að ferðast hindrunarlítið á milli staða. Það er ólíkt eftir aðstæðum, þörfum og jafnvel tímabilum í lífi fólks hver ferðamátinn er. 

Skoðun
Fréttamynd

Einkafíllinn

Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magns­leysi

Rafmagn er grundvallarorkugjafi okkar. Það lýsir upp heimili okkar og án þess gæti verið flókið að elda kvöldmatinn, þvo þvott og geyma matvæli. Þá er rafmagn mikilvægt í heilbrigðisþjónustu þar sem það knýr áfram lífsnauðsynleg lækningatæki. Sífellt fleiri rafmagnsbílar koma á göturnar, jafnvel rafmagnsflutningabílar.

Skoðun
Fréttamynd

Botn­laust hungur, skefja­laus græðgi

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar.

Skoðun
Fréttamynd

Símafrí í september

Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar gefur á bátinn

Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Skoðun
Fréttamynd

Dagleg rútína að hefjast

Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitískt með­vitundar­leysi ríkis­stjórnar

Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum að bregðast bændum!

Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Lög eða ólög?

„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs.

Skoðun