Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Tengdar fréttir Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun