Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar 3. mars 2025 13:15 Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun