Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. mars 2025 09:01 Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun