Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. mars 2025 15:00 Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun