Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar 4. mars 2025 16:32 Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun