Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar 4. mars 2025 16:32 Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun