
Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi
Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005.