Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:32 Jalen Williams var mjög glaður á blaðamannafundi eftir sigur Oklahoma City Thunder í úrslitaleiknum um NBA titilinn. Getty/Justin Ford Ef það er einhver tímann tímapunktur til að taka tappa úr flösku þá er það þegar þú verður NBA meistari í körfubolta. Jalen Williams átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu og átti líka mikinn þátt í fyrsta NBA meistaratitli liðsins. Williams, sem er kallaður J-Dub, skoraði 40 stig í einum leikjanna í úrslitaeinvíginu og endaði með 23,6 stig, 5,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar í leik í leikjum sex á móti Indiana Pacers. Williams er nýorðinn 24 ára gamall og er frá Denver í Colarado fylki. Hann er á sínu þriðja tímabili en var valinn númer tólf í nýliðavalinu 2022 eftir að hafa spilað í þrjú ár með Santa Clara háskólanum. Eftir leikinn sagði hann blaðamönnum frá því að hann hefði smakkað áfengi í fyrsta sinn á ævinni eftir sigurinn í oddaleiknum. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig Williams grínaðist með það að hann mundi eiginlega ekkert eftir fjörinu í klefanum. „Þetta er eiginlega allt í móðu. Ég var nefnilega að fá minn fyrsta drykk á ævinni og er bara að vinna úr því,“ sagði Jalen Williams hlæjandi. Williams hefur augljóslega lagt allt sitt í það að vera góður í körfubolta og vinnusemi hans er áberandi í tölfræði hans á ferlinum. Hann hefur hækkað stigaskor sitt á hverju ári, skoraði 14,1 stig í leik fyrsta tímabilið, 19,1 stig í leik í fyrra og í vetur skoraði hann 21,6 stig í leik. Hann hefur einnig hækkað stoðsendingarnar sínar á hverju tímabili, en þær fóru úr 3,3 í leik í 4,5 í leik og voru síðan 5,1 í leik í vetur. Williams var ekki sá eini í liðinu sem var reynslulítill í meðferð áfengis. Hann og liðsfélagarnir áttu í miklum vandræðum með að opna kampavínsflöskurnar fyrir fögnuðinn inn í klefa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Jalen Williams átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu og átti líka mikinn þátt í fyrsta NBA meistaratitli liðsins. Williams, sem er kallaður J-Dub, skoraði 40 stig í einum leikjanna í úrslitaeinvíginu og endaði með 23,6 stig, 5,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar í leik í leikjum sex á móti Indiana Pacers. Williams er nýorðinn 24 ára gamall og er frá Denver í Colarado fylki. Hann er á sínu þriðja tímabili en var valinn númer tólf í nýliðavalinu 2022 eftir að hafa spilað í þrjú ár með Santa Clara háskólanum. Eftir leikinn sagði hann blaðamönnum frá því að hann hefði smakkað áfengi í fyrsta sinn á ævinni eftir sigurinn í oddaleiknum. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig Williams grínaðist með það að hann mundi eiginlega ekkert eftir fjörinu í klefanum. „Þetta er eiginlega allt í móðu. Ég var nefnilega að fá minn fyrsta drykk á ævinni og er bara að vinna úr því,“ sagði Jalen Williams hlæjandi. Williams hefur augljóslega lagt allt sitt í það að vera góður í körfubolta og vinnusemi hans er áberandi í tölfræði hans á ferlinum. Hann hefur hækkað stigaskor sitt á hverju ári, skoraði 14,1 stig í leik fyrsta tímabilið, 19,1 stig í leik í fyrra og í vetur skoraði hann 21,6 stig í leik. Hann hefur einnig hækkað stoðsendingarnar sínar á hverju tímabili, en þær fóru úr 3,3 í leik í 4,5 í leik og voru síðan 5,1 í leik í vetur. Williams var ekki sá eini í liðinu sem var reynslulítill í meðferð áfengis. Hann og liðsfélagarnir áttu í miklum vandræðum með að opna kampavínsflöskurnar fyrir fögnuðinn inn í klefa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira