Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Bíó og sjónvarp 22. desember 2023 07:43
Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu. Lífið 21. desember 2023 18:22
Ein vinsælasta ungmennabók landsins Skandar og draugaknapinn í þýðingu Ingunnar Snædal er ein vinsælasta ungmennabók landsins um þessar mundir. Lífið samstarf 21. desember 2023 16:18
265 þúsund krónur hæsta boð Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla. Innlent 21. desember 2023 14:29
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Lífið 21. desember 2023 14:28
Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. Viðskipti erlent 21. desember 2023 12:03
Konan á bak við Iceguys dansana Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. Lífið 21. desember 2023 12:01
Tekur við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi Bjarni Haukur Þórsson leikari hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann tekur við stöðunni af Aino Freyja Järvelä. Menning 21. desember 2023 11:19
Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Stórleikkonan Aníta Briem hló sig máttlausa á einleik Kristínar Þóru Haraldsdóttur í Þjóðleikhúskjallaranum. Inga Lind skellti sér til Barcelona og Ólafur Ragnar sneri aftur frá Osló. Lífið 21. desember 2023 10:13
Home Alone fjölskyldan tilheyrir eina prósentinu McCallister fjölskyldan úr Home Alone jólamyndunum væri í hópi hinna ofurríku ef hún væri raunveruleg, miðað við eignir fjölskyldunnar og hús hennar í Chicago borg í Bandaríkjunum. Lífið 20. desember 2023 22:36
Grínaðist með gosið og nafn Þorvalds Þórðarsonar „Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar. Lífið 20. desember 2023 13:42
Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. Innlent 20. desember 2023 11:04
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. Lífið 20. desember 2023 10:07
Mikilvægir menningarsamningar í höfn Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu. Skoðun 20. desember 2023 09:00
Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. Menning 20. desember 2023 07:01
Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni. Jól 19. desember 2023 18:12
Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægilega skýrar Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. Innlent 19. desember 2023 17:13
Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Menning 19. desember 2023 13:56
Hugmyndin að þungarokksballett kviknaði við uppvaskið Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris. Menning 19. desember 2023 11:00
Avengers: Kang Dynasty í uppnámi eftir sakfellingu Majors Marvel Studios hafa ákveðið að rifta samningi sínum við leikarann Jonathan Majors, eftir að hann var fundinn sekur í gær um að hafa ráðist á kærustu sína, Grace Jabbari. Lífið 19. desember 2023 10:48
Marvel stjarna dæmd fyrir heimilisofbeldi Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. Lífið 18. desember 2023 20:51
Myndaveisla: „Óendanlega þakklát öllum ofurkonunum“ Hópur listakvenna kom saman í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag á listræna dansviðburðinum Hringrás x Gasa. Menning 18. desember 2023 20:00
Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Lífið 18. desember 2023 20:00
„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“ „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá. Menning 18. desember 2023 16:01
Logi Bergmann í banastuði á sveittum tónleikum Auðuns Auðunn Lúthersson er mættur til landsins og tróð upp fyrir fullu húsi í Iðnó á laugardagskvöldið. Fremstur í flokki tónleikagesta var sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann sem skemmti sér konunglega. Lífið 18. desember 2023 09:01
Kendall Jenner og Bad Bunny hætt saman Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny eru hætt saman ef marka má heimildir erlendra slúðurmiðla. Lífið 18. desember 2023 00:10
Klara Elías trúlofuð Söngkonan Klara Elías sem sem söng í hljómsveitinni Nylon er trúlofuð samkvæmt færslu sem hún birti á Instagram í dag. Sá heppni heitir Jeremy Aclipen og er bardagaíþróttakappi. Lífið 17. desember 2023 12:42
Samþykkt að Kristján Jóhannsson fái heiðurslaun listamanna Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun á nýju ári bætast í hóp þeirra listamanna sem hljóta heiðurslaun. Alþingi samþykkti breytinguna á síðasta þingfundi fyrir jól sem fram fór í dag. Innlent 16. desember 2023 20:57
Listaverk úr grjóti hjá múrarameistara á Sauðárkróki Það er ævintýri líkast að komast inn í einn af bílskúrnum á Sauðárkróki því þar er 85 ára múrarameistari með steinasafnið sitt og annað spennandi handverk, sem hann er að fást við á hverju degi. Lífið 16. desember 2023 20:31
Fyrsti trommuleikari AC/DC látinn Ástralski trommuleikarinn Colin Burgess, sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, er látinn. Burgess varð 77 ára gamall. Lífið 16. desember 2023 18:24