Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Volaða land skrefi nær Óskar­stil­nefningu

Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

265 þúsund krónur hæsta boð

Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla.

Innlent
Fréttamynd

Ver jólunum í faðmi kærastans

Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum.

Lífið
Fréttamynd

Ræddu sam­runa Warner og Paramount

David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Konan á bak við Iceguys dansana

Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla.

Lífið
Fréttamynd

Skelli­hló með kærastanum á rauðu ljósi

Stórleikkonan Aníta Briem hló sig máttlausa á einleik Kristínar Þóru Haraldsdóttur í Þjóðleikhúskjallaranum. Inga Lind skellti sér til Barcelona og Ólafur Ragnar sneri aftur frá Osló.

Lífið
Fréttamynd

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Lífið
Fréttamynd

Valur felur Frið­rik

Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægir menningarsamningar í höfn

Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir á að skrifa glæpaleikrit

Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.

Menning
Fréttamynd

Ó­missandi hefðir lista­manna á að­ventunni

Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægi­lega skýrar

Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Frasa­bókin er svarti foli þessarar ver­tíðar

Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Menning
Fréttamynd

Hug­myndin að þungarokksballett kviknaði við upp­vaskið

Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris.

Menning
Fréttamynd

Marvel stjarna dæmd fyrir heimilis­of­beldi

Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Tvö féllu í yfir­lið og allur varningur seldist upp

Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Klara Elías trú­lofuð

Söngkonan Klara Elías sem sem söng í hljómsveitinni Nylon er trúlofuð samkvæmt færslu sem hún birti á Instagram í dag. Sá heppni heitir Jeremy Aclipen og er bardagaíþróttakappi.

Lífið