Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 16:01 Blake Lively og Justin Baldoni á setti myndarinnar It ends with us. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“ Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“
Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira