Lífið

Rifjar upp mis­góðar minningar í sölutilkynningunni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ingunn Lára lærði að spila tíu mínútna lag Taylor Swift á þessu píanói.
Ingunn Lára lærði að spila tíu mínútna lag Taylor Swift á þessu píanói. Samsett

Samfélagsmiðlafréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir hefur sett íbúðina sína við Álftamýri á sölu. Hún rifjar upp nokkrar misgóðar minningar í færslu.

Um er að ræða sextíu fermetra tveggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1961. Ásett verð er 55,9 milljónir. Ingunn tilkynnir söluna á Facebook.

„Þarna hafa sko góðar minningar verið skapaðar. Við þetta píanó pikkaði ég upp All too well eftir Taylor Swift og á þessum sófa var mér dömpað á Singles Day,“ segir hún.

Hún segir að í eldhúsinu hafi hún hellt upp á óteljandi kaffibolla fyrir vini og fjölskyldu, svo marga að hún sé hætt að telja. Ingunn segir staðsetninguna líka vera geggjaða.

„Hún er í göngufjarlægð frá mekku menningar og þjónustu (Ríkisútvarpinu og Kringlunni),“ en Ingunn starfar sem fréttakona hjá Rúv.

Hægt er að skoða fasteignina á fasteignavef Vísis.

Hér má sjá glitta í umræddan sófa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.