Verðlaunin hreppti hún fyrir Cowboy Carter.
Um er að ræða 35. verðlaun Beyoncé og hefur enginn tónlistarmaður hlotið fleiri Grammy-verðlaun.
Cowboy Carter var einnig valin besta kántrí-platan.
Kendrick Lamar gerði einnig gott mót og vann til fimm verðlauna með laginu Not Like Us, þar sem hann „dissar“ kollega sinn Drake. Lamar tileinkaði sigurinn Los Angeles-borg en margir höfðu átt von á því að verðlaunahátíðinni yrði frestað í kjölfar eldanna í borginni.
Ungstirnið Chappell Roan var valin besti nýliðinn en meðal annarra sigurvegara kvöldsins má nefna Sabrinu Carpenter, sem vann meðal annars fyrir bestu popp-plötuna, Charli xcx, sem vann til þrennra verðlauna, og Deochii, sem varð þriðja konan til að vinna til verðlaunanna fyrir bestu rapp-plötuna.
Athygli vakti að Taylor Swift, Billie Eilish, Ariana Grande, Post Malone og Shaboozey fóru tómhent heim.