Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Fylla bæinn af beikonilmi

Stjórn Beikonfélagsins í Iowa er stödd hérlendis til að taka þátt í hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem verður haldin á Skólavörðustígnum á morgun.

Matur
Fréttamynd

Borðaði lunda

Þrátt fyrir að óvæntur dúett stórleikarans Russells Crowe og pönkdrottningarinnar Patti Smith hafi stolið senunni á menningarnótt drukku fleiri kollegar þeirra úr heimi fræga fólksins í sig menninguna í Reykjavík um helgina.

Matur
Fréttamynd

Ben Stiller fékk sér lífrænan bjór

Þegar Helgi Mikael Jónasson starfsmaður Íslenska barsins bað leikarann Ben Stiller um að stilla sér upp með sér á mynd var það ekkert nema sjálfsagt mál af hálfu Hollywoodstjörnunnar. Eins og sjá má á myndinni lítur leikarinn vel út. Hann stoppaði við á Borginni og fékk sér síðan lífrænan bjór á Íslenska barnum.

Matur
Fréttamynd

Drakk tekíla með bleikjunni

Grínleikarinn og ofurstjarnan Ben Stiller gerði sér dagamun í gærkvöldi og heimsótti veitingastaðinn Rub 23 á Aðalstrætinu. Samkvæmt heimildum Vísis vakti hann töluverða athygli inni á staðnum og sóttist fólk nokkuð í að fá eiginhandaráritun frá kappanum. Þjónar staðarins tryggðu honum og förunauti hans frið frá öðrum gestum staðarins. Konan var að líkindum aðstoðarmaður Stillers samkvæmt sjónarvottum.

Matur
Fréttamynd

Lífræn lífsstílsverslun

Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði.

Matur
Fréttamynd

Sveppir bæta heilsu

Heilsa Íbúar á norðurhveli jarðar þjást gjarnan af D-vítamínskorti á veturna sökum sólarleysis. Sveppir geta átt bót í máli því þeir eru sagðir draga í sig D-vítamín fái þeir svolítið af sól.

Matur
Fréttamynd

Íslensk útgáfa af Master Chef í loftið í lok ársins

Skráning í íslenska útgáfu af MasterChef er hafin á Stod2.is og er 1 milljón króna í verðlaunafé. "Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum,“ segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film og hvetur alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks. Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs.

Matur
Fréttamynd

Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast

Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi.

Matur
Fréttamynd

Rikka eldar í háloftunum

"Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstaklega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannarlega vera,“segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í Wow air flugvélunum.

Matur
Fréttamynd

Hrefna Rósa blandar sósur

"Mig langar að gera gúrmevöru aðgengilegri fyrir almenning,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran en sósur úr hennar smiðju eru væntanlegar í verslanir í júlí.

Lífið
Fréttamynd

Helgarmaturinn - Sumarsalöt Brynju Nordqvist

Það er ekki hægt að neita því að mataræðið léttist oft á sumrin í takt við léttari lund og bjartari daga. Brynja Nordqvist flugfreyja deilir hér með okkur uppáhalds sumarsalötunum sínum.

Matur
Fréttamynd

Helgarmaturinn - Prótínvefja að hætti Hönnu Kristínar

Hanna Kristín Didriksen setur heilsuna í forgang og vandar hvað hún setur ofan í kroppinn. Töluvert er síðan hún tók sykur og hveiti úr fæðu sinni en hér deilir hún einmitt gómsætri vefju með okkur sem er laus við hvort tveggja.

Matur
Fréttamynd

Með matreiðsluþátt á BBC

"Það er frábært að BBC sé að sýna þættina og þátturinn hefur fengið mikla dreifingu fyrir vikið," segir sjónvarpskokkurinn Völundur Snær Völundarson en sjónvarpsstöðin BBC Lifestyle hóf nýlega að sýna matreiðsluþætti hans, Delicious Iceland.

Matur