Gott í grunninn: Búðu til þitt eigið majónes Í boði náttúrunnar skrifar 25. maí 2014 15:15 Að búa til mat frá grunni er bæði gefandi og skemmtilegt og við hjá Í boði náttúrunnar viljum stuðla að frekari þekkingu á einfaldri matargerð sem við getum öll átt við heima hjá okkur en fæstum dettur í hug að reyna. Með því að gera hlutina frá grunni vitum við nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur og sleppum við ýmiss konar aukaefni eins og bragð- og litarefni, svo að ekki sé minnst á rotvarnarefnin. Við völdum majónes í þetta skiptið þar sem við fjöllum einnig um hænur og fersk egg í grein í nýjasta tölublaðinu. Majónes er frábær uppistaða í margar kaldar sósur, á brauðið og í okkar ástkæru kokteilsósu. Og ef það er afgangur þá má setja restina í hárið eins og um næringu væri að ræða og á víst að gera þurrt hár mjúkt og glansandi! Uppistaðan í majónesi er eggjarauður og olía og er það majónes í sínu einfaldasta formi. En gott er að bæta nokkrum bragðefnum við til að gera það enn bragðbetra.2 eggjarauður 1 bolli bragðlítil olía 1 msk. sítrónusafi eða edik 1 tsk. Dijon-sinnep salt og piparSetjið eggjarauðurnar í rúnnaða skál sem er komið vel fyrir þannig að hún sé stöðug á borðinu og hrærið þær saman með pískara ásamt sinnepinu. Einnig er hægt að búa til majónesið í matvinnsluvél. Því næst er olíunni bætt út í og það er afar mikilvægt að gera það mjög hægt svo að majónesið skilji sig ekki. Einnig þarf að passa að hræra stöðugt á meðan olíunni er bætt út í. Þegar blandan er orðin vel þykk er sítónusafa, ediki eða blöndu af báðu bætt út í ásamt örlitlu af salti og pipar. Setjið í krukku og athugið að það er óhætt að geyma majónesið í allt að viku í ísskáp. Uppskriftina í heild sinni má sjá hér. Uppskriftir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið
Að búa til mat frá grunni er bæði gefandi og skemmtilegt og við hjá Í boði náttúrunnar viljum stuðla að frekari þekkingu á einfaldri matargerð sem við getum öll átt við heima hjá okkur en fæstum dettur í hug að reyna. Með því að gera hlutina frá grunni vitum við nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur og sleppum við ýmiss konar aukaefni eins og bragð- og litarefni, svo að ekki sé minnst á rotvarnarefnin. Við völdum majónes í þetta skiptið þar sem við fjöllum einnig um hænur og fersk egg í grein í nýjasta tölublaðinu. Majónes er frábær uppistaða í margar kaldar sósur, á brauðið og í okkar ástkæru kokteilsósu. Og ef það er afgangur þá má setja restina í hárið eins og um næringu væri að ræða og á víst að gera þurrt hár mjúkt og glansandi! Uppistaðan í majónesi er eggjarauður og olía og er það majónes í sínu einfaldasta formi. En gott er að bæta nokkrum bragðefnum við til að gera það enn bragðbetra.2 eggjarauður 1 bolli bragðlítil olía 1 msk. sítrónusafi eða edik 1 tsk. Dijon-sinnep salt og piparSetjið eggjarauðurnar í rúnnaða skál sem er komið vel fyrir þannig að hún sé stöðug á borðinu og hrærið þær saman með pískara ásamt sinnepinu. Einnig er hægt að búa til majónesið í matvinnsluvél. Því næst er olíunni bætt út í og það er afar mikilvægt að gera það mjög hægt svo að majónesið skilji sig ekki. Einnig þarf að passa að hræra stöðugt á meðan olíunni er bætt út í. Þegar blandan er orðin vel þykk er sítónusafa, ediki eða blöndu af báðu bætt út í ásamt örlitlu af salti og pipar. Setjið í krukku og athugið að það er óhætt að geyma majónesið í allt að viku í ísskáp. Uppskriftina í heild sinni má sjá hér.
Uppskriftir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið