Steikt ýsa í „hollusturaspi“ með léttu lauksalati 11. júlí 2014 18:00 Heilsutorg Aðalréttur fyrir um 4 800 g ýsa (roð og beinlaus) einnig má einnig nota annan ljósan fisk svo sem þorsk, löngu, steinbít, osfv.Eggjasoppan:2 stk Egg 1 dl Léttmjólk 1 tsk Dijonsinnep ½ tsk Paprikuduft ½ tsk Sítrónupipar 1 tsk Hvítlauksolía 2 dl Heilhveiti Aðferð:Öllu blandað hráefninu blandað vel saman þar til að þetta verður kekkjalaus soppa, svipað og vöffludeig.„Hollustu"raspur:1 dl Haframjöl 1 dl Kornflex 2 dl Brauðraspur úr grófu brauði (Gróft brauð þurrkað í 120°C heitum ofni í un 20 mín)Aðferð:Allt sett í matvinnsluvél og mulið saman þar til að þetta lítur út eins og brauðraspur, passa að hann verði ekki of fínn. Raspinn má gera með góðum fyrirvara og geyma inn í skáp í lokuðum umbúðum fram að notkun. ISIO-4 olía til steikingar. Salt og pipar Eldunar aðferð:Skerið fiskinn í huggulega bita. Pískið eggin, AB-mjólkina, hvítlauksolíuna, sinnepið, paprikuduftið og hveitið saman, þannig að þetta verður soppa sem er heldur í þykkari kantinum (svipað og vöffludeig) og kryddið aðeins með salti og pipar. Þá er fiskurinn settur í eggjablönduna, þaðan í raspinn og síðan steiktur upp úr olíunni á heitri pönnu í um 2 mín. á hvorri hlið, eða þar til gullinbrúnn, kryddið aðeins með salti og pipar á meðan á steikingunni stendur. Þeim sem finnst gamla brennda smjörbragðið ómissandi geta auðvitað sett setja smá smjör á pönnuna í miðri steikingu til að ná því fram. Lauksalat:½ Laukur (sneiddur í strimla) ½ Rauðlaukur (sneiddur í strimla) 1/3 Blaðlaukur um 100 g (sneiddur í strimla) ISIO-4 olía til steikingar 2 msk Hvítlauksolía 2 msk Eplaedik eða annað gott edik 2 msk eitthvað gott léttsmjör (Létt og laggott, Olivio) Salt og PiparAðferð:Allur laukurinn er settur á pönnu ásamt hvítlauksolíunni og ISIO-4 og léttsteikt þar til laukurinn aðeins mýkist, passið að steikja laukinn ekki of mikið. Þá er pannan tekin af hitanum og edikinu og léttsmjörinu bætt á pönnuna og látið bráðna á meðan lauksalatinu er blandað saman, smakkið til með salti og pipar, borið fram volgt.Þessi klikkar ekki með nýjum kartöflu, fersku salati og tartarsósu Uppskrift fengin af Heilsutorgi eftir Ragnar Ómarsson. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Aðalréttur fyrir um 4 800 g ýsa (roð og beinlaus) einnig má einnig nota annan ljósan fisk svo sem þorsk, löngu, steinbít, osfv.Eggjasoppan:2 stk Egg 1 dl Léttmjólk 1 tsk Dijonsinnep ½ tsk Paprikuduft ½ tsk Sítrónupipar 1 tsk Hvítlauksolía 2 dl Heilhveiti Aðferð:Öllu blandað hráefninu blandað vel saman þar til að þetta verður kekkjalaus soppa, svipað og vöffludeig.„Hollustu"raspur:1 dl Haframjöl 1 dl Kornflex 2 dl Brauðraspur úr grófu brauði (Gróft brauð þurrkað í 120°C heitum ofni í un 20 mín)Aðferð:Allt sett í matvinnsluvél og mulið saman þar til að þetta lítur út eins og brauðraspur, passa að hann verði ekki of fínn. Raspinn má gera með góðum fyrirvara og geyma inn í skáp í lokuðum umbúðum fram að notkun. ISIO-4 olía til steikingar. Salt og pipar Eldunar aðferð:Skerið fiskinn í huggulega bita. Pískið eggin, AB-mjólkina, hvítlauksolíuna, sinnepið, paprikuduftið og hveitið saman, þannig að þetta verður soppa sem er heldur í þykkari kantinum (svipað og vöffludeig) og kryddið aðeins með salti og pipar. Þá er fiskurinn settur í eggjablönduna, þaðan í raspinn og síðan steiktur upp úr olíunni á heitri pönnu í um 2 mín. á hvorri hlið, eða þar til gullinbrúnn, kryddið aðeins með salti og pipar á meðan á steikingunni stendur. Þeim sem finnst gamla brennda smjörbragðið ómissandi geta auðvitað sett setja smá smjör á pönnuna í miðri steikingu til að ná því fram. Lauksalat:½ Laukur (sneiddur í strimla) ½ Rauðlaukur (sneiddur í strimla) 1/3 Blaðlaukur um 100 g (sneiddur í strimla) ISIO-4 olía til steikingar 2 msk Hvítlauksolía 2 msk Eplaedik eða annað gott edik 2 msk eitthvað gott léttsmjör (Létt og laggott, Olivio) Salt og PiparAðferð:Allur laukurinn er settur á pönnu ásamt hvítlauksolíunni og ISIO-4 og léttsteikt þar til laukurinn aðeins mýkist, passið að steikja laukinn ekki of mikið. Þá er pannan tekin af hitanum og edikinu og léttsmjörinu bætt á pönnuna og látið bráðna á meðan lauksalatinu er blandað saman, smakkið til með salti og pipar, borið fram volgt.Þessi klikkar ekki með nýjum kartöflu, fersku salati og tartarsósu Uppskrift fengin af Heilsutorgi eftir Ragnar Ómarsson.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira