Svalandi drykkir í steikjandi hita - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:30 Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér. Drykkir Uppskriftir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér.
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira