Kúba

Kúba

Fréttamynd

Havana-heil­kennið heldur á­fram að kveikja sam­særis­kenningar

Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölda opinberra skýrslna hefur ekki enn tekist að ráða gátuna um hið svokallaða Havana-heilkenni. Hundruð starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa lýst lamandi svima, nístandi höfuðverk, suði í eyrum og minnistruflunum. Málið er enn óleyst ráðgáta sem heldur áfram að næra sögur um dularfull vopn og leynilegar tilraunir stórvelda.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Keyptu tæki sem gæti út­skýrt Havana-heilkennið

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu.

Erlent
Fréttamynd

Búast við ham­förum vegna Melissu

Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Slíta sam­bandinu en vinna á­fram saman

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli.

Lífið
Fréttamynd

Undir­búa flutning þúsunda til Guantánamo

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á víð­tækar ferðatakmarkanir

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu

Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Enn raf­magns­laust á Kúbu

Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni.

Erlent
Fréttamynd

Aftur raf­magns­laust á Kúbu

Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á.

Erlent
Fréttamynd

Sendi­herra sakaður um að njósna fyrir Kúbu

Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tökur á Kúbu vegna mansals til Rúss­lands

Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu

Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA

Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ian búinn að ná landi á Kúbu

Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni.

Erlent