Íslenskt Oppenheimer Castro-fíaskó: Skondin tengsl Íslands við Oppenheimer Nökkvi Dan Elliðason skrifar 23. júlí 2023 16:00 „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Myndlist Kúba Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
„Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun