Íslenskt Oppenheimer Castro-fíaskó: Skondin tengsl Íslands við Oppenheimer Nökkvi Dan Elliðason skrifar 23. júlí 2023 16:00 „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Myndlist Kúba Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun