Juanita Castro er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:01 Juanita barðist ötullega gegn stefnu bræðra sinna en syrgði engu að síður bróður sinn Fidel þegar hann lést. AP/Alan Diaz Juanita Castro, systir Fidel og Raúl Castro, er látin. Hún var 90 ára. Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi. Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi.
Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira