Juanita Castro er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:01 Juanita barðist ötullega gegn stefnu bræðra sinna en syrgði engu að síður bróður sinn Fidel þegar hann lést. AP/Alan Diaz Juanita Castro, systir Fidel og Raúl Castro, er látin. Hún var 90 ára. Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi. Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi.
Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira