Elsti fanginn í Guantanamo látinn laus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 21:57 Aðstæður sem fangar mega sæta í Guantanamo Bay eru ekki góðar. Chris Hondros/Getty Elsti fangi sem setið hefur inni í hinu alræmda Guantanamo Bay-fangelsi, sem Bandaríkjastjórn starfrækir á Kúbu, hefur verið látinn laus. Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama. Bandaríkin Kúba Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama.
Bandaríkin Kúba Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira