Elsti fanginn í Guantanamo látinn laus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 21:57 Aðstæður sem fangar mega sæta í Guantanamo Bay eru ekki góðar. Chris Hondros/Getty Elsti fangi sem setið hefur inni í hinu alræmda Guantanamo Bay-fangelsi, sem Bandaríkjastjórn starfrækir á Kúbu, hefur verið látinn laus. Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama. Bandaríkin Kúba Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama.
Bandaríkin Kúba Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira