
„Lykillinn að undirvitundinni fundinn“
Ingibergur Þorkelsson lærði dáleiðslu á meðan hann bjó í Edinborg og hefur alla tíð síðan helgað sig klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun ásamt kennslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands.
Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat
Ingibergur Þorkelsson lærði dáleiðslu á meðan hann bjó í Edinborg og hefur alla tíð síðan helgað sig klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun ásamt kennslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands.
Langþráð verslunarmannahelgi er næstu helgi og þá má búast við því að stór hluti landsmanna fari í lengri og styttri ferðalög.
Vinsældir heitra potta hafa aukist mikið undanfarin ár og sífellt fleiri landsmenn eiga heita potta heima fyrir og í bústaðnum.
„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn.
„Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið,“ skrifar sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í pistli á Facebook.
Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook.
Fólk áttar sig almennt ekki á gríðarlegum styrkleika nikótíns í nikótínpúðum, að sögn doktors í lýðheilsuvísindum. Samkvæmt rannsóknum hafa púðarnir mikil áhrif á taugastarfsemi og draga úr gæðum sáðfrumna.
Í þessum pistli ætla ég að taka fyrir ME sjúkdóminn, herferðina #millionsmissing, heilbrigðiskerfið og mínar vangaveltur tengdar sjúkdómnum.
„Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir heilsumarkþjálfinn og jógakennarinn Anna Guðný Torfadóttir, sem leggur upp úr því að finna aðgengilegar og auðveldar leiðir fyrir heilbrigðan lífsstíl. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra frá hennar vegferð í lífinu.
Næringarþjálfarinn Ástrós Helga Hilmarsdóttir hefur undanfarnar vikur verið með leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson í mjög stífu aðhaldi en á stuttum tíma tók hann að sér tvö hlutverk þar sem líkamsform hans átti að vera mjög ólíkt.
Hlaupagarpurinn og heilsugúrúinn Sigurjón Ernir Sturluson sigraði Hengil nýverið en hann þakkar nautalifri árangur sinn sem hann segir eina næringarríkustu fæðuafurðum.
Geislavarnir ríkisins vekja athygli á mikilvægi notkunar sólarvarnar á núlíðandi mánuðum. Útfjólubláir geislar séu helsta orsök húðkrabbameins og geisli líka þegar skýjað er.
Better You hefur tekið höndum saman við Laugardalslaug þar sem boðið verður upp á heitan pott með magnesíum flögum alla fimmtudaga í sumar.
Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu.
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Stykkishólmi næstu helgi, dagana 23.-25. júní, og er mótið blanda af íþróttakeppni og kynningu á ýmis konar hreyfingu.
Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi.
Theodor Francis Birgisson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi segir það oft valda streitu innan ástarsambanda þegar annar aðillinn missir aukakíló.
Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir.
Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.
Áhyggjur eru uppi af mikilli koffínneyslu ungmenna en svokallaðir „orkudrykkir“ sem hafa ratað á markað á síðustu árum innihalda jafn mikið koffín eða meira koffín og tveir kaffibollar eða sex dósir af hefðbundnum gosdrykk.
„Ég hugsa um heilsuna eins og bankareikning. Ef ég sinni heilsunni ekki vel þá er ekki innistæða fyrir því sem mig langar að gera og þetta á við hvort sem fólk er íþróttafólk eða ekki. Við þurfum að hugsa þetta svona svo okkur líði vel. Vinkona mín talar oft um að „vera í formi fyrir lífið,““ segir útivistar- og afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir.
Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði dagana 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni.
Melkorka Kvaran er þekkt útvistarkona og hefur verið viðloðandi þjálfun og almenna heilsurækt í 25 ár. Melkorka er starfandi hjúkrunarfræðingur en er að auki menntaður matvælafræðingur og íþróttakennari. Hún hefur góða reynslu af vörum Saga Natura.
„Þeir sem byrla öðrum gera það til að stjórna þeim sem er byrlað og er það yfirleitt gert til að notfæra sér ástand viðkomandi.
Þurrt og þyrst hár? Þetta er oft merki um heilsuleysi hársins okkar en sem betur fer ekki flókið að bæta úr þessu eyðimerkurástandi á hausnum á þér! Sérstaklega þegar vörur á borð við nýju Deep Sea Hydration línuna frá John Frieda eru við höndina.
Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO).
14-17 prósent íslenskra háskólanema lifa við fæðuóöryggi samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni.
Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa nú skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.
Sala á rúmum til einstaklinga er kjarnastarfsemi hinnar rótgrónu verslunar Svefns & heilsu sem hefur starfað frá árinu 1991.